Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2024 14:44 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, fjórtán milljónir króna vegna riftunar greiðslu félagsins á virðisaukaskatti. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrotabúið hafi stefnt ríkinu til riftunar á greiðslu virðisaukaskatts upp á rétt rúmar fjórtán milljónir króna þann 31. mars í fyrra. Fyrr sama dag var starfsfólki Torgs tilkynnt að hætt hefði verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvuðust. Í dóminum segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. apríl í fyrra. Samkvæmt kröfuskrá nemi lýstar kröfur í búið samtals rétt tæplega 1,5 milljörðum króna. Greiddu of snemma Í dóminum segir að þrotabúið hafi byggt riftunarkröfu sína aðallega á því að umrædd skuld hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira og til vara að greiðsla skuldarinnar hafi skert greiðslugetu félagsins verulega í skilningi sömu laga. Þá hafi hafi þrotabúið byggt á riftunarreglu sömu laga til þrautavara. Fyrir liggi að umrædd skuld hafi verið vegna virðisaukaskatts fyrir tímabilið janúar til febrúar 2023 og félagið hafi greitt hana 31. mars 2023 kl. 15:30 eftir að hafa skilað virðisaukaskattsskýrslu vegna tímabilsins kl. 15:02 sama dag. Gjalddagi kröfunnar,og jafnframt síðasti dagur til að skila virðisaukaskattsskýrslu vegna umrædds tímabils, hafi verið 5. apríl. Með vísan til þess og fordæma Hæstaréttar væri fallist á það að greiðslan hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var. Ekki venjulegt Að því frágengnu hafi einnig þurft að komast til botns í því hvort greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum í skilningi laganna. Í málinu liggi fyrir hreyfingayfirlit Skattsins vegna virðisaukaskattsskila Torgs ehf. á 25 uppgjörstímabilum, frá apríl 2019 til febrúar 2023. Þar sjáist að í tuttugu af þeim tilvikum hafi félagið greitt virðisaukaskatt á gjalddaga, í tveimur tilvikum hafi verið greitt samkvæmt greiðsluáætlunum eftir upphaflegan gjalddaga en í þremur tilvikum hafi skatturinn verið greiddur fyrir gjalddaga. Allt frá desember 2021 til febrúar 2023 hafi umræddar greiðslur ávallt verið inntar af hendi á gjalddaga eða einum til tveimur dögum eftir hann. Þau þrjú tilvik þar sem greiðslur voru inntar af hendi fyrir gjalddaga hafi verið greiðslur sem voru greiddar 31. mars 2021, 30. júlí 2021 og 30. september 2021. Af þessu verði ráðið að venjulega hafi greiðslur af þessu tagi verið greiddar á gjalddaga eða skömmu eftir hann, meðan félagið var í rekstri, þótt finna megi einstök dæmi um annað. Ljóst að staðan væri slæm Þá væri til þess að líta að þegar greiðslan var innt af hendi hafi legið fyrir að fjárhagsstaða félagsins væri slæm enda muni starfsfólki hafa verið tilkynnt um það á fundi fyrr sama dag að óskað yrði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Þá hefðu fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi gjaldþrot þess áður en greiðslan var innt af hendi. Að þessu virtu standi að mati dómsins líkur til þess að slæm fjárhagsstaða félagsins kunni að hafa haft áhrif á þá ákvörðun að inna greiðsluna af hendi fyrr en ella og jafnframt að móttakanda greiðslunnar hafi mátt vera það ljóst. Því væri fallist á það að ekki hafi virst eðlilegt eftir atvikum að greiða skuldina fyrir gjalddaga og því fallist á riftunarkröfu þrotabúsins. Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Dómsmál Skattar og tollar Fjölmiðlar Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrotabúið hafi stefnt ríkinu til riftunar á greiðslu virðisaukaskatts upp á rétt rúmar fjórtán milljónir króna þann 31. mars í fyrra. Fyrr sama dag var starfsfólki Torgs tilkynnt að hætt hefði verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvuðust. Í dóminum segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. apríl í fyrra. Samkvæmt kröfuskrá nemi lýstar kröfur í búið samtals rétt tæplega 1,5 milljörðum króna. Greiddu of snemma Í dóminum segir að þrotabúið hafi byggt riftunarkröfu sína aðallega á því að umrædd skuld hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira og til vara að greiðsla skuldarinnar hafi skert greiðslugetu félagsins verulega í skilningi sömu laga. Þá hafi hafi þrotabúið byggt á riftunarreglu sömu laga til þrautavara. Fyrir liggi að umrædd skuld hafi verið vegna virðisaukaskatts fyrir tímabilið janúar til febrúar 2023 og félagið hafi greitt hana 31. mars 2023 kl. 15:30 eftir að hafa skilað virðisaukaskattsskýrslu vegna tímabilsins kl. 15:02 sama dag. Gjalddagi kröfunnar,og jafnframt síðasti dagur til að skila virðisaukaskattsskýrslu vegna umrædds tímabils, hafi verið 5. apríl. Með vísan til þess og fordæma Hæstaréttar væri fallist á það að greiðslan hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var. Ekki venjulegt Að því frágengnu hafi einnig þurft að komast til botns í því hvort greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum í skilningi laganna. Í málinu liggi fyrir hreyfingayfirlit Skattsins vegna virðisaukaskattsskila Torgs ehf. á 25 uppgjörstímabilum, frá apríl 2019 til febrúar 2023. Þar sjáist að í tuttugu af þeim tilvikum hafi félagið greitt virðisaukaskatt á gjalddaga, í tveimur tilvikum hafi verið greitt samkvæmt greiðsluáætlunum eftir upphaflegan gjalddaga en í þremur tilvikum hafi skatturinn verið greiddur fyrir gjalddaga. Allt frá desember 2021 til febrúar 2023 hafi umræddar greiðslur ávallt verið inntar af hendi á gjalddaga eða einum til tveimur dögum eftir hann. Þau þrjú tilvik þar sem greiðslur voru inntar af hendi fyrir gjalddaga hafi verið greiðslur sem voru greiddar 31. mars 2021, 30. júlí 2021 og 30. september 2021. Af þessu verði ráðið að venjulega hafi greiðslur af þessu tagi verið greiddar á gjalddaga eða skömmu eftir hann, meðan félagið var í rekstri, þótt finna megi einstök dæmi um annað. Ljóst að staðan væri slæm Þá væri til þess að líta að þegar greiðslan var innt af hendi hafi legið fyrir að fjárhagsstaða félagsins væri slæm enda muni starfsfólki hafa verið tilkynnt um það á fundi fyrr sama dag að óskað yrði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Þá hefðu fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi gjaldþrot þess áður en greiðslan var innt af hendi. Að þessu virtu standi að mati dómsins líkur til þess að slæm fjárhagsstaða félagsins kunni að hafa haft áhrif á þá ákvörðun að inna greiðsluna af hendi fyrr en ella og jafnframt að móttakanda greiðslunnar hafi mátt vera það ljóst. Því væri fallist á það að ekki hafi virst eðlilegt eftir atvikum að greiða skuldina fyrir gjalddaga og því fallist á riftunarkröfu þrotabúsins.
Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Dómsmál Skattar og tollar Fjölmiðlar Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira