Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 08:59 Olaf Scholz (fremri) og Boris Pistorius (aftari) í þýska þinginu fyrr í þessum mánuði. AP/Markus Schreiber Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06