Tímabært að breyta til Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 09:00 Ágúst Jóhannsson er með íslenska kvennalandsliðinu í Austurríki þar sem EM hefst á föstudag. Í sumar mun hann hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals til að taka við karlaliði félagsins. Vísir/Einar „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands. Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands.
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira