Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Sarah McBride er fyrsta transkona sem kjörinn er á þing í Bandaríkjunum. AP/Mark Schiefelbein Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira