Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Sarah McBride er fyrsta transkona sem kjörinn er á þing í Bandaríkjunum. AP/Mark Schiefelbein Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira