Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2024 17:32 Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun