Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:17 Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun