Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 20. nóvember 2024 07:02 Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar