Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 11:33 Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Vegagerð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun