Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. desember 2024 12:03 Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun