Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar 23. desember 2024 09:32 Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar