Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2024 23:43 Miriam Margolyes á langan feril að baki, bæði á sviði og á skjánum. Hún hefur leikið í bresku sjónvarpi og kvikmyndum jafnt sem Hollywood-myndum. Hún var sæmd heiðursorðu breska heimsveldisins (OBE) árið 2002. Getty Bresk-ástralska leikkonan Miriam Margoyles segist hafa afþakkað boð um að leika í nýjum þáttum Marvel af því hún nennti ekki til Bandaríkjanna. Hún vildi milljón Bandaríkjadala, bauðst hálf og gekk frá borðinu. Hin 83 ára Margolyes, sem er þekktust fyrir að hafa leikið í Harry Potter-myndunum, greinir frá þessu í nýútkominni ævisögu sinni Oh Miriam!. Í nýlegu viðtali segir Margolyes að Marvel hafi haft samband við sig og sagt henni frá þáttum sem ætti að gera um nornir, „Ég hugsaði, ,Ó, guð, ekki nornir aftur, því ég er búinn að gera það í Harry Potter',“ sagði Margolyes. Þættirnir sem um ræðir heita Agatha All Along og komu út í september á þessu ári. Þeir fjalla um nornina Agöthu Harkness, aukapersónu í þáttunum WandaVision, og ýmis ævintýri hennar. Nennti ekki til Bandaríkjanna Það sem gerði illt verra fyrir Margolyes var að þættirnir voru teknir upp í Atlanta í Geogíu. „Mér er illa við Ameríku og ég vildi ekki vera í Georgíu í fjóra mánuði,“ sagði Margolyes. „Svo ég sagði, ,Jæja, ég vil milljón pund' og þau sögðu, ,þú getur fengið hálfa milljón' og ég sagði, ,nei, ég vil ekki gera þetta,' þannig lauk því,“ sagði hún en þess ber að geta að milljón pund eru um 173 milljónir króna. „Í raun er þetta saga af minni eigin græðgi frekar en nokkru öðru,“ sagði Margolyes að lokum. Bíó og sjónvarp Ástralía Bretland Hollywood Disney Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Hin 83 ára Margolyes, sem er þekktust fyrir að hafa leikið í Harry Potter-myndunum, greinir frá þessu í nýútkominni ævisögu sinni Oh Miriam!. Í nýlegu viðtali segir Margolyes að Marvel hafi haft samband við sig og sagt henni frá þáttum sem ætti að gera um nornir, „Ég hugsaði, ,Ó, guð, ekki nornir aftur, því ég er búinn að gera það í Harry Potter',“ sagði Margolyes. Þættirnir sem um ræðir heita Agatha All Along og komu út í september á þessu ári. Þeir fjalla um nornina Agöthu Harkness, aukapersónu í þáttunum WandaVision, og ýmis ævintýri hennar. Nennti ekki til Bandaríkjanna Það sem gerði illt verra fyrir Margolyes var að þættirnir voru teknir upp í Atlanta í Geogíu. „Mér er illa við Ameríku og ég vildi ekki vera í Georgíu í fjóra mánuði,“ sagði Margolyes. „Svo ég sagði, ,Jæja, ég vil milljón pund' og þau sögðu, ,þú getur fengið hálfa milljón' og ég sagði, ,nei, ég vil ekki gera þetta,' þannig lauk því,“ sagði hún en þess ber að geta að milljón pund eru um 173 milljónir króna. „Í raun er þetta saga af minni eigin græðgi frekar en nokkru öðru,“ sagði Margolyes að lokum.
Bíó og sjónvarp Ástralía Bretland Hollywood Disney Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun