Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson og Eva Pandora Baldursdóttir skrifa 18. nóvember 2024 13:45 Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Netöryggi Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun