Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2024 10:23 Bragi Valdimar ásamt öðrum áhugamanni um íslenskt mál, tónlistarmanninum Friðriki Ómari. Vísir/Hulda Margrét Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textamaður og íslenskufræðingur leggur til 22 íslensk heiti á hinn svokallaða „Singles' day“ þar sem verslunareigendur um heim allan bjóða misgóð tilboð í þeirri von að neytendur taki upp veskið. Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Singles’ day af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Dagurinn var upphaflega sólarhringslöng verslunarhátíð á vefverslunum í Asíu sem hefur síðan teygt anga sína hingað til lands. Nokkur hefð er komin á daginn hér á landi og fjölmargar verslanir sem bjóða misgóð tilboð á vörum sínum í tilefni dagsins. Mörgum gremst sú staðreynd að verslanir hérlendis auglýsi tilboðin í tilefni „Singles' day“ í stað þess að nota íslenskt heiti þar sem Dagur einhleypra hefur líklega oftast verið notað. Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður sem þekkir vel til í auglýsinga- og markaðsmálum auk þess að vera íslenskufræðingur, stingur niður penna í tilefni dagsins. Hann beinir orðum sínum að þeim stjórnendum verslana sem auglýsi tilboð í tilefni „Singles' day“. „Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur,“ segir Bragi Valdimar á Facebook. Tillögur hans má sjá að neðan en færsla hans er í töluverðri dreifingu. Margir taka undir með Braga auk þess sem fólk hefur skoðanir á því hvaða íslenska heiti ætti að festa í sessi. Eindagi Stakdægur Einidagur Dagur einmanaleikans Einsemdadægur Ógiftudagur Kaupársdagur Einkaupadagur Álausudagur Einverudagur Staklingamessa Dagur hinna einstæðu Ókvænisdagur Einsa–mall Dagurinn eini Einverjadagur Dagur einstæðinga Einhleypidagur Lausliðugramessa Einkaupadagur Skrandagur 1111 Verslun Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 „Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37 Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Singles’ day af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Dagurinn var upphaflega sólarhringslöng verslunarhátíð á vefverslunum í Asíu sem hefur síðan teygt anga sína hingað til lands. Nokkur hefð er komin á daginn hér á landi og fjölmargar verslanir sem bjóða misgóð tilboð á vörum sínum í tilefni dagsins. Mörgum gremst sú staðreynd að verslanir hérlendis auglýsi tilboðin í tilefni „Singles' day“ í stað þess að nota íslenskt heiti þar sem Dagur einhleypra hefur líklega oftast verið notað. Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður sem þekkir vel til í auglýsinga- og markaðsmálum auk þess að vera íslenskufræðingur, stingur niður penna í tilefni dagsins. Hann beinir orðum sínum að þeim stjórnendum verslana sem auglýsi tilboð í tilefni „Singles' day“. „Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur,“ segir Bragi Valdimar á Facebook. Tillögur hans má sjá að neðan en færsla hans er í töluverðri dreifingu. Margir taka undir með Braga auk þess sem fólk hefur skoðanir á því hvaða íslenska heiti ætti að festa í sessi. Eindagi Stakdægur Einidagur Dagur einmanaleikans Einsemdadægur Ógiftudagur Kaupársdagur Einkaupadagur Álausudagur Einverudagur Staklingamessa Dagur hinna einstæðu Ókvænisdagur Einsa–mall Dagurinn eini Einverjadagur Dagur einstæðinga Einhleypidagur Lausliðugramessa Einkaupadagur Skrandagur 1111
Verslun Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 „Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37 Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51
„Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37
Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent