Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 „Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun