Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2024 12:17 Eigandi gistiheimilisins skrapp frá í sauðburð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira