Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun