Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2024 19:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur um tíu ára skeið leitað að börnum sem eru týnd. Vísir/Einar Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“ Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira