Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2024 19:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur um tíu ára skeið leitað að börnum sem eru týnd. Vísir/Einar Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“ Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira