Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar 4. nóvember 2024 16:46 Forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins nefndi í viðtali nýlega að hann hefði heyrt dæmi um börn sem neituðu að taka í hönd kvenkennara. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður flokksins vísaði svo í þessi orð og sagði þau hafa verið til að vekja athygli á menningarlegum áskorunum. Sem einhver sem hefur sjálf upplifað að vera barn af erlendum uppruna í nýju landi, langar mig að varpa ljósi á hversu hættulegt það getur verið að festa börn í stereótýpur eða búa til sögur sem nýtast í pólitískum tilgangi. Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi. Það má vel vera að ég hafi ekki virkað eins og fyrirmyndarbarn á þessum tíma. Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku. Kennararnir mínir gerðu ráð fyrir að erfiðleikarnir væru vegna þess að ég væri útlendingur en löngu seinna kom í ljós að ég var lesblind. Þessir námsörðugleikar áttu ekkert skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg fög eins og dönsku ákvað ég að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum en þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag. Á næstu árum unnum við systurnar hvar sem við gátum – í fiski, í bakaríi og öðrum störfum. Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla. Árið 2007 opnuðust loksins nýjar dyr fyrir mig, þegar ég hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar fékk ég undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn og það markaði tímamót í lífi mínu. Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig. Mér þykir vænt um að hafa getað fært verðmæti til íslensks samfélags. Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu? Ég hef þá trú að betra sé að spyrja þau hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins nefndi í viðtali nýlega að hann hefði heyrt dæmi um börn sem neituðu að taka í hönd kvenkennara. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður flokksins vísaði svo í þessi orð og sagði þau hafa verið til að vekja athygli á menningarlegum áskorunum. Sem einhver sem hefur sjálf upplifað að vera barn af erlendum uppruna í nýju landi, langar mig að varpa ljósi á hversu hættulegt það getur verið að festa börn í stereótýpur eða búa til sögur sem nýtast í pólitískum tilgangi. Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi. Það má vel vera að ég hafi ekki virkað eins og fyrirmyndarbarn á þessum tíma. Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku. Kennararnir mínir gerðu ráð fyrir að erfiðleikarnir væru vegna þess að ég væri útlendingur en löngu seinna kom í ljós að ég var lesblind. Þessir námsörðugleikar áttu ekkert skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg fög eins og dönsku ákvað ég að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum en þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag. Á næstu árum unnum við systurnar hvar sem við gátum – í fiski, í bakaríi og öðrum störfum. Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla. Árið 2007 opnuðust loksins nýjar dyr fyrir mig, þegar ég hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar fékk ég undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn og það markaði tímamót í lífi mínu. Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig. Mér þykir vænt um að hafa getað fært verðmæti til íslensks samfélags. Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu? Ég hef þá trú að betra sé að spyrja þau hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í suðurkjördæmi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar