Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson skrifar 3. nóvember 2024 07:02 Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar