Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 28. október 2024 09:03 Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun