Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. október 2024 12:01 Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun