Skynsemi Sigmundar Davíðs rýnd – Er ESB aðild/Evra tóm tjara? Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. október 2024 06:01 Sigmundur Davíð og hans sívaxandi lið kenna sig og sína pólitík við skynsemi; reka pólitík skynseminnar og fá út á það mikið fylgi. Auðvitað mjög skynsamlegt það! En, spurningin var og er sú, hvers og hver skynsemin er. Í marz 2015 lét Sigmundur Davíð utanríkisráðherra sinn loka á allt frekara samtal við ESB um inngöngu, eins og ég nefndi. Punktur og basta. ESB-aðild/Evra tóm tjara, fannst Sigmundi greinilega. Við skulum nú gaumgæfa málið aðeins betur. Fyrst þessi hlið: Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur í litlu magni oft margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. Faktorinn, sem auðvitað spilar hér stóra rullu, er gífurlegur vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hannþrýstir áinnflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð og þar með söluverð á markaði. Ef hér væri Evra og Evru-lágvextir, myndi þetta horfa allt öðruvísi við. Stórinnkaup yrðu þá fýsileg, sem gæti lækkað verðlag verulega, landsmönnum til góðs, en til að fá Evru, þarf fyrst að ganga að fullu í ESB. Var skynsamlegt að loka á ESB? Svo þessi hlið: Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er gjaldmiðill okkar. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Krónan sem slík er líka verðlaus, ónothæf, utan landsins. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske væri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og skynsemi til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldi Sigmundur Davíð og hans lið vera skynsamara í þessum efnum en framámenn annarra smáþjóða Evrópu, eða þeir, forystumenn 15 þjóða, skynsamari en við? Hagspekingurinn, sem á svo að vera, Kristrún Frostadóttir, virðist vera á svipuðu róli og Sigmundur. Ekkert liggur á ESB og Evru, sem þó gætu stórlækkað verðlag í landinu, bætt hag manna á við stórfellda launahækkun. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir þær þingkosningar, sem í hönd fara, hvort hann vill tryggja okkur svipað verðlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð og una við stórskert lífsgæði með krónu. Skynsemi Sigmundar Davíðs, pólitísk skynsemi Miðflokksins, virðist hafa verið takmörkuð í þessu ESB- og Evru-máli. Vonandi er hún meiri á öðrum sviðum. Og, efnahagssérfræðingurinn mikli, Kristrún Frostadóttir, er ekki aðeins búin að hrekja megnið af bezta fólki Samfylkingarinnar úr flokknum, heldur henda því grunnstefnumáli Samfylkingarinnar, sem lengi hefur verið, aðild að ESB og upptaka Evru, út af borðinu. Tönnlast þó á því, að hún vilji að Samfylkingin sé ekta jafnaðarmannaflokkur, án þess að vita eða skilja, að nær allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu styðja ESB og Evru með ráðum og dáð. Annað mál, svona í leiðinni; Allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu leggja mikla áherzlu á græn mál; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Þau standa þar ofarlega á blaði. Á slík mál hefur Kristrún, frömuðurinn, sem á að vera, aldrei minnst. Alla vega ekki í mín eyru. Menn, sem héldu, að með henni væri kominn lausnarinn mikli, þurfa að klóra sér aðeins í höfðinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð og hans sívaxandi lið kenna sig og sína pólitík við skynsemi; reka pólitík skynseminnar og fá út á það mikið fylgi. Auðvitað mjög skynsamlegt það! En, spurningin var og er sú, hvers og hver skynsemin er. Í marz 2015 lét Sigmundur Davíð utanríkisráðherra sinn loka á allt frekara samtal við ESB um inngöngu, eins og ég nefndi. Punktur og basta. ESB-aðild/Evra tóm tjara, fannst Sigmundi greinilega. Við skulum nú gaumgæfa málið aðeins betur. Fyrst þessi hlið: Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur í litlu magni oft margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. Faktorinn, sem auðvitað spilar hér stóra rullu, er gífurlegur vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hannþrýstir áinnflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð og þar með söluverð á markaði. Ef hér væri Evra og Evru-lágvextir, myndi þetta horfa allt öðruvísi við. Stórinnkaup yrðu þá fýsileg, sem gæti lækkað verðlag verulega, landsmönnum til góðs, en til að fá Evru, þarf fyrst að ganga að fullu í ESB. Var skynsamlegt að loka á ESB? Svo þessi hlið: Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er gjaldmiðill okkar. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Krónan sem slík er líka verðlaus, ónothæf, utan landsins. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske væri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og skynsemi til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldi Sigmundur Davíð og hans lið vera skynsamara í þessum efnum en framámenn annarra smáþjóða Evrópu, eða þeir, forystumenn 15 þjóða, skynsamari en við? Hagspekingurinn, sem á svo að vera, Kristrún Frostadóttir, virðist vera á svipuðu róli og Sigmundur. Ekkert liggur á ESB og Evru, sem þó gætu stórlækkað verðlag í landinu, bætt hag manna á við stórfellda launahækkun. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir þær þingkosningar, sem í hönd fara, hvort hann vill tryggja okkur svipað verðlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð og una við stórskert lífsgæði með krónu. Skynsemi Sigmundar Davíðs, pólitísk skynsemi Miðflokksins, virðist hafa verið takmörkuð í þessu ESB- og Evru-máli. Vonandi er hún meiri á öðrum sviðum. Og, efnahagssérfræðingurinn mikli, Kristrún Frostadóttir, er ekki aðeins búin að hrekja megnið af bezta fólki Samfylkingarinnar úr flokknum, heldur henda því grunnstefnumáli Samfylkingarinnar, sem lengi hefur verið, aðild að ESB og upptaka Evru, út af borðinu. Tönnlast þó á því, að hún vilji að Samfylkingin sé ekta jafnaðarmannaflokkur, án þess að vita eða skilja, að nær allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu styðja ESB og Evru með ráðum og dáð. Annað mál, svona í leiðinni; Allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu leggja mikla áherzlu á græn mál; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Þau standa þar ofarlega á blaði. Á slík mál hefur Kristrún, frömuðurinn, sem á að vera, aldrei minnst. Alla vega ekki í mín eyru. Menn, sem héldu, að með henni væri kominn lausnarinn mikli, þurfa að klóra sér aðeins í höfðinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar