Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 13:22 Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“ Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“
Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira