49 ár Bryndís Guðmundsdóttir, Helga Björg O. Ragnarsdóttir, María Björk Lárusdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir skrifa 24. október 2024 13:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 stöðu kvenna. Af því tilefni tóku kvenfélög og kvennasamtök hér á landi höndum saman og skipulögðu viðburði til að koma kröfum kvenna um jafnrétti á framfæri. Tillaga um að konur legðu niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október var ein þeirra. Í dag eru 49 ár frá kvennafrídeginum þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf, launuð og ólaunuð, í þeim tilgangi að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaði og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Konur komu saman á útifundum víðsvegar um landið og blésu hver annarri baráttuanda í brjóst. Fjölmennasti fundurinn var á Lækjartorgi þar sem um 25 þúsund konur komu saman. Í fjölmiðlum víða um heim voru fluttar fréttir af samtakamætti og baráttuhug kvenna á Íslandi. Kvennafrídagurinn 1975 var mikilvæg birtingarmynd þeirrar kvennasamstöðu sem einkennt hefur kvenfrelsisbaráttu í gegnum tíðina. Sú kvennasamstaða sem í honum fólst styrkti baráttu kvenna á öllum sviðum samfélagsins fyrir kvenfrelsi og jafnrétti sem leiddi til umbóta á sviði jafnréttismála á næstu árum og áratugum. Kvenfrelsi fyrir 49 árum Staða kvenna árið 1975 var allt önnur en sú staða sem konur búa við í dag. Kerfislægar hindranir voru margar. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna ykist stöðugt voru dagvistunarúrræði takmörkuð og oft kostnaðarsöm. Fæðingarorlof var þrír mánuðir og aðeins fyrir útivinnandi mæður. Hlutfall kvenna var 5% á Alþingi og 3,6% í sveitarstjórnum. Konur fóru síður í háskóla og voru fáar í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og stofnunum. Konur og börn sem bjuggu við heimilisofbeldi höfðu takmörkuð bjargráð þar sem Kvennaathvarfið kom ekki til sögunnar fyrr en 1982, Stígamót 1989 og önnur úrræði seinna. Samfélagsleg viðmið settu konum takmök þar sem hlutverk kvenna var tengt barneignum og umönnun. Þátttöku í hinu opinbera lífi fylgdi gjarnan gagnrýni á konur sem mæður og eiginkonur. Þó að jafnrétti hafi ekki verið náð hér á landi frekar en annars staðar í heiminum hefur kvenfrelsisbaráttan skilað mikilvægum áföngum. Þar má nefna framsækna jafnréttislöggjöf, aukinn fæðingarorlofsrétt óháð kyni, aukna vitund um ofbeldi gegn konum og börnum ásamt úrræðum fyrir þolendur ofbeldis, jafnara hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, fleiri konur í stjórnunarhlutverkum í fyrirtækjum og stofnunum, fjölgun háskólamenntaðra kvenna og mikilvæg skref í átt að launajafnrétti. Frá einsleitni til fjölbreytni Á síðustu 49 árum hefur samfélagið þróast frá einsleitni til fjölbreytni. Á 8. áratugnum var samkynhneigt fólk og annað hinsegin fólk að mestu inni í skápum, útlendingar voru í útlöndum og fatlað fólk var oft inni á heimilum. Fjölgun innflytjenda, aukin réttindi hinsegin fólks og meiri þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu hefur leitt til aukinnar fjölbreytni og auðgað samfélagið. Felur það í sér að vinna þarf að jafnrétti með víðtækari hætti en áður. Launamunur kynjanna Þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf í íslenskri löggjöf í meira en 65 ár er launamunur kynjanna enn staðreynd hér á landi. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,3 % árið 2023, körlum í vil og jókst frá fyrra ári úr 8,6%. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum vinnumarkaði og 8,0% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4,3% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Vanmat á virði kvennastarfa Ástæður launamunar kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar þar sem hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Það dugar skammt að bregðast við vanmati kvennastarfa með því að segja konum að vera duglegri að velja sér karllægar greinar, jafnvel þvert gegn sínum vilja og áhuga. Beina þarf sjónum að verðmætamati starfa og tryggja að kvenlægir þættir starfa séu metnir til jafns við hina karlægu og hækka þannig laun hefðbundinna kvennastarfa. Í því felst að meta þarf þætti eins og ábyrgð á fólki, líkamlega færni, jafningjastjórnun, fræðslu og miðlun, samskiptafærni, teymisvinnu, aðgæslu, smithættu, tilfinningalegt álag, trúnað og samkennd, til launa til jafns við þætti eins og fjárhagslega ábyrgð, mannaforráð, líkamlegt álag og fleiri þætti sem einkenna karllæg störf. Til að svo megi vera þarf að leggja mat á inntak starfa út frá þeim kröfum sem gerðar eru í starfi, þeim aðstæðum sem það er unnið innan og þeirri ábyrgð sem það felur í sér. Mikilvægt er að slíkt mat byggi á faglegu og gagnsæju virðismatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði. Sveitarfélög hafa byggt launasetningu stórs hluta starfa sinna á starfsmatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði sem dregið hefur úr launamun kynjanna. Samfélagslegur ávinningur jafnréttis Áhrif launamisréttis á konur eru augljós. Ef miðað er við óleiðréttan launamun ársins 2023 verða konur með meðallaun af tugum milljóna króna á starfsævinni með tilheyrandi áhrifum á efnahagslega stöðu þeirra alla ævi m.a. vegna lægri greiðslna í lífeyrissjóði. Það er því réttlætismál að leiðrétta þennan mun og koma á launajafnrétti. Launamisrétti hefur þó víðtækari áhrif en á lífsafkomu þeirra kvenna sem fyrir því verða. Kynbundinn launamunur er meðal þeirra kerfislægu hindrana sem draga úr atvinnuþátttöku kvenna. Ítrekað hefur verið bent á að aukin atvinnuþátttaka kvenna og launajafnrétti hafi jákvæð áhrif á landsframleiðslu og hagvöxt þjóða. Með því að leiðrétta þann launamun sem af kynskiptum vinnumarkaði stafar og með því að styðja við þá innviði sem stuðla að atvinnuþátttöku kvenna nýtir samfélagið þá þekkingu og reynslu sem konur búa yfir og stuðlar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Jafnrétti á vinnumarkaði leiðir til hagsældar og aukinna lífsgæða og er lykill að uppbyggingu og mönnun í fræðslu-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu til framtíðar. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 stöðu kvenna. Af því tilefni tóku kvenfélög og kvennasamtök hér á landi höndum saman og skipulögðu viðburði til að koma kröfum kvenna um jafnrétti á framfæri. Tillaga um að konur legðu niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október var ein þeirra. Í dag eru 49 ár frá kvennafrídeginum þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf, launuð og ólaunuð, í þeim tilgangi að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaði og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Konur komu saman á útifundum víðsvegar um landið og blésu hver annarri baráttuanda í brjóst. Fjölmennasti fundurinn var á Lækjartorgi þar sem um 25 þúsund konur komu saman. Í fjölmiðlum víða um heim voru fluttar fréttir af samtakamætti og baráttuhug kvenna á Íslandi. Kvennafrídagurinn 1975 var mikilvæg birtingarmynd þeirrar kvennasamstöðu sem einkennt hefur kvenfrelsisbaráttu í gegnum tíðina. Sú kvennasamstaða sem í honum fólst styrkti baráttu kvenna á öllum sviðum samfélagsins fyrir kvenfrelsi og jafnrétti sem leiddi til umbóta á sviði jafnréttismála á næstu árum og áratugum. Kvenfrelsi fyrir 49 árum Staða kvenna árið 1975 var allt önnur en sú staða sem konur búa við í dag. Kerfislægar hindranir voru margar. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna ykist stöðugt voru dagvistunarúrræði takmörkuð og oft kostnaðarsöm. Fæðingarorlof var þrír mánuðir og aðeins fyrir útivinnandi mæður. Hlutfall kvenna var 5% á Alþingi og 3,6% í sveitarstjórnum. Konur fóru síður í háskóla og voru fáar í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og stofnunum. Konur og börn sem bjuggu við heimilisofbeldi höfðu takmörkuð bjargráð þar sem Kvennaathvarfið kom ekki til sögunnar fyrr en 1982, Stígamót 1989 og önnur úrræði seinna. Samfélagsleg viðmið settu konum takmök þar sem hlutverk kvenna var tengt barneignum og umönnun. Þátttöku í hinu opinbera lífi fylgdi gjarnan gagnrýni á konur sem mæður og eiginkonur. Þó að jafnrétti hafi ekki verið náð hér á landi frekar en annars staðar í heiminum hefur kvenfrelsisbaráttan skilað mikilvægum áföngum. Þar má nefna framsækna jafnréttislöggjöf, aukinn fæðingarorlofsrétt óháð kyni, aukna vitund um ofbeldi gegn konum og börnum ásamt úrræðum fyrir þolendur ofbeldis, jafnara hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, fleiri konur í stjórnunarhlutverkum í fyrirtækjum og stofnunum, fjölgun háskólamenntaðra kvenna og mikilvæg skref í átt að launajafnrétti. Frá einsleitni til fjölbreytni Á síðustu 49 árum hefur samfélagið þróast frá einsleitni til fjölbreytni. Á 8. áratugnum var samkynhneigt fólk og annað hinsegin fólk að mestu inni í skápum, útlendingar voru í útlöndum og fatlað fólk var oft inni á heimilum. Fjölgun innflytjenda, aukin réttindi hinsegin fólks og meiri þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu hefur leitt til aukinnar fjölbreytni og auðgað samfélagið. Felur það í sér að vinna þarf að jafnrétti með víðtækari hætti en áður. Launamunur kynjanna Þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf í íslenskri löggjöf í meira en 65 ár er launamunur kynjanna enn staðreynd hér á landi. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,3 % árið 2023, körlum í vil og jókst frá fyrra ári úr 8,6%. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum vinnumarkaði og 8,0% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4,3% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Vanmat á virði kvennastarfa Ástæður launamunar kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar þar sem hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Það dugar skammt að bregðast við vanmati kvennastarfa með því að segja konum að vera duglegri að velja sér karllægar greinar, jafnvel þvert gegn sínum vilja og áhuga. Beina þarf sjónum að verðmætamati starfa og tryggja að kvenlægir þættir starfa séu metnir til jafns við hina karlægu og hækka þannig laun hefðbundinna kvennastarfa. Í því felst að meta þarf þætti eins og ábyrgð á fólki, líkamlega færni, jafningjastjórnun, fræðslu og miðlun, samskiptafærni, teymisvinnu, aðgæslu, smithættu, tilfinningalegt álag, trúnað og samkennd, til launa til jafns við þætti eins og fjárhagslega ábyrgð, mannaforráð, líkamlegt álag og fleiri þætti sem einkenna karllæg störf. Til að svo megi vera þarf að leggja mat á inntak starfa út frá þeim kröfum sem gerðar eru í starfi, þeim aðstæðum sem það er unnið innan og þeirri ábyrgð sem það felur í sér. Mikilvægt er að slíkt mat byggi á faglegu og gagnsæju virðismatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði. Sveitarfélög hafa byggt launasetningu stórs hluta starfa sinna á starfsmatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði sem dregið hefur úr launamun kynjanna. Samfélagslegur ávinningur jafnréttis Áhrif launamisréttis á konur eru augljós. Ef miðað er við óleiðréttan launamun ársins 2023 verða konur með meðallaun af tugum milljóna króna á starfsævinni með tilheyrandi áhrifum á efnahagslega stöðu þeirra alla ævi m.a. vegna lægri greiðslna í lífeyrissjóði. Það er því réttlætismál að leiðrétta þennan mun og koma á launajafnrétti. Launamisrétti hefur þó víðtækari áhrif en á lífsafkomu þeirra kvenna sem fyrir því verða. Kynbundinn launamunur er meðal þeirra kerfislægu hindrana sem draga úr atvinnuþátttöku kvenna. Ítrekað hefur verið bent á að aukin atvinnuþátttaka kvenna og launajafnrétti hafi jákvæð áhrif á landsframleiðslu og hagvöxt þjóða. Með því að leiðrétta þann launamun sem af kynskiptum vinnumarkaði stafar og með því að styðja við þá innviði sem stuðla að atvinnuþátttöku kvenna nýtir samfélagið þá þekkingu og reynslu sem konur búa yfir og stuðlar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Jafnrétti á vinnumarkaði leiðir til hagsældar og aukinna lífsgæða og er lykill að uppbyggingu og mönnun í fræðslu-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu til framtíðar. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar