Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:31 Pavel Ermolinskij ætlar að gaza í kvöld á Stöð 2 BD. Stöð 2 Sport „Maður er ekkert vanur að vera með svona mikla pressu á sér í fjórða leik á Íslandsmótinu,“ segir Helgi Már Magnússon um Gaz-leik kvöldsins, þar sem stigalausir Álftnesingar sækja KR heim í Bónus-deildinni í körfubolta. Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira