Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 16:29 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira