Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch skrifar 23. október 2024 13:02 Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun