Arnar hefur verið iðinn við kolann í söfnun spjöldum í sumar. Hann nældi sér í tvö rauð spjöld áður en deildinni var skipt upp og nú eru uppsöfnuð gul spjöld orðin fjögur svo að Arnar er kominn í bann.
Arnar var í banni síðastliðið sumar þegar Víkingur fór á Hlíðarenda og varði megninu af leiknum í símanum. Þjálfarar í banni mega ekki hafa nein afskipti af leiknum en Arnar slapp með skrekkinn í það skiptið.
Arnar hefur fylgst með þeim heimaleikjum þar sem hann hefur verið í banni úr fjölmiðlastúkunni, við hlið vallarþularins nánar tiltekið, og verður væntanlega á sínum stað á sunnudaginn. Sölvi Geir Ottesen er aðstoðarþjálfari liðsins og stýrir því í úrslitaleiknum en Víkingum nægir jafntefli til að tryggja sér titilinn.