Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2024 17:53 Eldur kom upp á Stuðlum snemma í morgun. Vísir/Vilhelm Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. Í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu segir að öll vinna á heimilum og stofnunum Barna- og fjölskyldustofu miði að því að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Stofnunin harmi að það hafi ekki tekist í dag. „Aðgerðir stofnunarinnar frá í morgun hafa miðað að því að tryggja áfram öryggi og velferð allra sem málið snertir. Gerðar hafa verið ráðstafanir fyrir börnin sem voru vistuð á Stuðlum og áfallateymi Rauða krossins kallað til. Lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir í tilkynningunni, sem Ólöf Ásta Farestveit forstjóri stofnunarinnar undirritar. Þá sé ljóst að húsnæði Stuðla sé skemmt og ekki unnt að halda þar úti hefðbundinni þjónustu. Búið sé að gera samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi, þar sem búið er að hliðra til svo hægt sé að bregðast við stöðunni á meðan unnið er að viðgerðum á Stuðlum. „Um er að ræða húsnæði sem er unnt að aðskilja frá almennri starfsemi þar sem sérfræðingar Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu munu hlúa áfram að börnunum. Viðgerðum á Stuðlum verður flýtt eins og unnt er og áhersla lögð á að ljúka uppbyggingu annarra meðferðarúrræða sem unnið hefur verið að,“ segir í tilkynningunni. „Fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu þakka ég viðbragðsaðilum og barnaverndarþjónustum sveitarfélaga fyrir viðbrögð þeirra í morgun. Ég þakka um leið SÁÁ fyrir skjót viðbrögð og stuðning. Ég votta aðstandendum barnsins mína dýpstu samúð.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Börn og uppeldi Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu segir að öll vinna á heimilum og stofnunum Barna- og fjölskyldustofu miði að því að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Stofnunin harmi að það hafi ekki tekist í dag. „Aðgerðir stofnunarinnar frá í morgun hafa miðað að því að tryggja áfram öryggi og velferð allra sem málið snertir. Gerðar hafa verið ráðstafanir fyrir börnin sem voru vistuð á Stuðlum og áfallateymi Rauða krossins kallað til. Lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir í tilkynningunni, sem Ólöf Ásta Farestveit forstjóri stofnunarinnar undirritar. Þá sé ljóst að húsnæði Stuðla sé skemmt og ekki unnt að halda þar úti hefðbundinni þjónustu. Búið sé að gera samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi, þar sem búið er að hliðra til svo hægt sé að bregðast við stöðunni á meðan unnið er að viðgerðum á Stuðlum. „Um er að ræða húsnæði sem er unnt að aðskilja frá almennri starfsemi þar sem sérfræðingar Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu munu hlúa áfram að börnunum. Viðgerðum á Stuðlum verður flýtt eins og unnt er og áhersla lögð á að ljúka uppbyggingu annarra meðferðarúrræða sem unnið hefur verið að,“ segir í tilkynningunni. „Fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu þakka ég viðbragðsaðilum og barnaverndarþjónustum sveitarfélaga fyrir viðbrögð þeirra í morgun. Ég þakka um leið SÁÁ fyrir skjót viðbrögð og stuðning. Ég votta aðstandendum barnsins mína dýpstu samúð.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Börn og uppeldi Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira