Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir skrifar 19. október 2024 08:02 Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar