Erlent

Hafa birt mynd­skeið af síðustu augna­blikum Sinwar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sinwar flúði særður inn í byggingu, þar sem hann fannst og var drepinn.
Sinwar flúði særður inn í byggingu, þar sem hann fannst og var drepinn. AP/IDF

Ísraelsher hefur birt myndskeið sem er sagt sýna hinstu stund Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas og skipuleggjanda árásanna 7. október. 

Eftir því sem næst verður komist voru þrír hermenn Ísraelshers við leit í Tal El Sultan í suðurhluta Gasa í gær, þegar þeir komu auga á þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Skutu þeir á mennina og skotbardagi braust út.

Hermennirnir vissu ekki að Sinwar væri einn af þremenningunum. Hann særðist í skotárásinni en tókst að flýja inn í byggingu.

Skömmu síðar var dróni sendur inn í umrædda byggingu og á myndskeiðinu má sjá mann klæddan höfuðklút, sem herinn bar seinna kennsl á sem Sinwar. Sat hann í stól í húsarústunum og var augljóslega særður.

Á myndskeiðinu má sjá hvernig Sinwar fylgist með drónanum og kastar að lokum spýtu í átt að honum.

Skömmu síðar endar myndskeiðið en á eftir fylgdi árás sem er sögð hafa orðið Sinwar að bana.

Það var ekki fyrr en líkamsleifar mannsins fundust í rústunum sem menn áttuðu sig á því að líklegast væri um foringjann að ræða. Herinn hefur deilt mynd af lík manns sem vissulega líkist Sinwar en auðkenni hans var staðfest með erfðarannsókn.


Tengdar fréttir

Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas.

Fall Sinwar „upphafið að endinum“

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“.

Staðfesta andlát leiðtoga Hamas

Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða.

Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×