Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:05 Þorsteinn Már Baldvinsson og Jóhannes Stefánsson. Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið. Samherjaskjölin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið.
Samherjaskjölin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira