„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 12:02 Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira