Er alltaf hrædd Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. október 2024 07:02 Unnur sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona en starfar í dag sem verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Unnur er með marga hatta og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði lista, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún var kosningastjóri VG í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum og samskiptastjóri framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands í vor. Unnur sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Unnur Eggertsdóttir. Aldur? 32 ára Starf? Leik- og söngkona, verkefnastjóri & hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Fjölskylduhagir? Bý með Travis manninum mínum og Emmu Sólrúnu dóttur okkar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Alltaf smá kvíðin. Hvað er á döfinni? Er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum. Þín mesta gæfa í lífinu? Allt fólkið í lífi mínu. Fæddist inn í kærleiksríka fjölskyldu, vinkonur mínar eru fyndnustu konur heims og maðurinn minn er ógeðslega skemmtilegur. Svo er Emma einn mesti sólargeisli sem til er. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Á snekkju. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Áhyggjuleysi. Ertu með einhvern bucket-lista? Ferðast til fleiri landa, verða geggjað rík, læra fleiri tungumál. Við erum svo alltaf á leiðinni að halda eitthvað geggjað brúðkaup en admin-ið í kringum það er svakalegt. En skellum því hér á bucket-listann svo það gerist á endanum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að treysta alltaf innsæinu. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir, búa í mismunandi löndum, vera vinkona Evu Daggar, að hafa unnið mjög fjölbreytt störf á mjög ólíkum vettvöngum og að lenda í flugslysi. Unnur var gestur Stefáns Árna í Einalífinu árið 2021 þar sem hún ræddi um leiklistina, lífið í Bandaríkjunum, ástina og allt þar á milli. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Rek alla út af heimilinu og elda góða máltíð með raunveruleikasjónvarp í gangi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Láta T vakna með Emmu svo ég geti sofið út, fá mér svo djúsí brunch með þeim, fara saman í sund, leggja mig, láta grilla góðan kvöldmat fyrir mig, fara svo í saumó með stelpunum þar sem við dettum í djúpan trúnó og slúðrum um fólk á internetinu. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Baðkarið. Fallegasti staður á landinu? Hólmavík. Göldrótt og falleg. En í heiminum? Bærinn Fastro á Ítalíu þar sem tengdamóðir mín ólst upp. 350 manna bær í Dólómítunum. Besta pasta sem þú munt nokkurn tímann smakka og prosecco á krana á eina evru. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Segi við dóttur mína: „neiii það er ennþá nótt ástin mín.” En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Horfi á Office svo ég þurfi ekki að vera ein með hugsunum mínum. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Fresta því að fara í ræktina þar til ég fæ áhyggjur um að ég fái hjartaáfall ef ég fer ekki að hreyfa mig, upplifi svo geggjað dópamínrush í ræktinni svo ég mæti aftur svona 20 daga í röð. Fæ svo ógeð af ræktinni og endurtek vítahringinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða ljósmóðir. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Í morgun þegar ég sá TikTok þar sem gamall maður kom heim eftir langa spítalavist og fékk loksins að hitta hundinn sinn aftur. Ertu A eða B týpa? Hef verið neydd til að vera A týpa síðan mars 2022. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, Íslendingadönsku, örlitlar leifar af spænsku og flæmsku frá því ég var krakki og er að vinna í ítölskunni á Duolingo. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei en þegar wordle-æðið var í gangi var ég alveg óeðlilega góð í því. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að öllum myndi líka vel við mig. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ok, þú keepar mig pósted. Draumabíllinn þinn? Einhver svona blæju-rafmagnsjeppi sem er með trilljón kílómetra batteríi og stóru skotti. Og trylltu hljóðkerfi. Rauðan, takk. Hælar eða strigaskór? Strigaskór Fyrsti kossinn? Í strætóskýli í Garðabæ (manstu Elli?) Óttastu eitthvað? Allt. Ég er alltaf hrædd. Hvað ertu að hámhorfa á? Secret Lives of Mormon Wives. Ómægaaat. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Jumpin’ Jumpin’ með Destiny’s Child. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03 „Mikilvægt að umkringja sig fólki sem veitir manni innblástur“ „Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt,“segir leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman. 4. október 2024 07:02 Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00 Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona en starfar í dag sem verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Unnur er með marga hatta og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði lista, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún var kosningastjóri VG í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum og samskiptastjóri framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands í vor. Unnur sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Unnur Eggertsdóttir. Aldur? 32 ára Starf? Leik- og söngkona, verkefnastjóri & hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Fjölskylduhagir? Bý með Travis manninum mínum og Emmu Sólrúnu dóttur okkar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Alltaf smá kvíðin. Hvað er á döfinni? Er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum. Þín mesta gæfa í lífinu? Allt fólkið í lífi mínu. Fæddist inn í kærleiksríka fjölskyldu, vinkonur mínar eru fyndnustu konur heims og maðurinn minn er ógeðslega skemmtilegur. Svo er Emma einn mesti sólargeisli sem til er. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Á snekkju. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Áhyggjuleysi. Ertu með einhvern bucket-lista? Ferðast til fleiri landa, verða geggjað rík, læra fleiri tungumál. Við erum svo alltaf á leiðinni að halda eitthvað geggjað brúðkaup en admin-ið í kringum það er svakalegt. En skellum því hér á bucket-listann svo það gerist á endanum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að treysta alltaf innsæinu. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir, búa í mismunandi löndum, vera vinkona Evu Daggar, að hafa unnið mjög fjölbreytt störf á mjög ólíkum vettvöngum og að lenda í flugslysi. Unnur var gestur Stefáns Árna í Einalífinu árið 2021 þar sem hún ræddi um leiklistina, lífið í Bandaríkjunum, ástina og allt þar á milli. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Rek alla út af heimilinu og elda góða máltíð með raunveruleikasjónvarp í gangi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Láta T vakna með Emmu svo ég geti sofið út, fá mér svo djúsí brunch með þeim, fara saman í sund, leggja mig, láta grilla góðan kvöldmat fyrir mig, fara svo í saumó með stelpunum þar sem við dettum í djúpan trúnó og slúðrum um fólk á internetinu. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Baðkarið. Fallegasti staður á landinu? Hólmavík. Göldrótt og falleg. En í heiminum? Bærinn Fastro á Ítalíu þar sem tengdamóðir mín ólst upp. 350 manna bær í Dólómítunum. Besta pasta sem þú munt nokkurn tímann smakka og prosecco á krana á eina evru. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Segi við dóttur mína: „neiii það er ennþá nótt ástin mín.” En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Horfi á Office svo ég þurfi ekki að vera ein með hugsunum mínum. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Fresta því að fara í ræktina þar til ég fæ áhyggjur um að ég fái hjartaáfall ef ég fer ekki að hreyfa mig, upplifi svo geggjað dópamínrush í ræktinni svo ég mæti aftur svona 20 daga í röð. Fæ svo ógeð af ræktinni og endurtek vítahringinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða ljósmóðir. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Í morgun þegar ég sá TikTok þar sem gamall maður kom heim eftir langa spítalavist og fékk loksins að hitta hundinn sinn aftur. Ertu A eða B týpa? Hef verið neydd til að vera A týpa síðan mars 2022. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, Íslendingadönsku, örlitlar leifar af spænsku og flæmsku frá því ég var krakki og er að vinna í ítölskunni á Duolingo. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei en þegar wordle-æðið var í gangi var ég alveg óeðlilega góð í því. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að öllum myndi líka vel við mig. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ok, þú keepar mig pósted. Draumabíllinn þinn? Einhver svona blæju-rafmagnsjeppi sem er með trilljón kílómetra batteríi og stóru skotti. Og trylltu hljóðkerfi. Rauðan, takk. Hælar eða strigaskór? Strigaskór Fyrsti kossinn? Í strætóskýli í Garðabæ (manstu Elli?) Óttastu eitthvað? Allt. Ég er alltaf hrædd. Hvað ertu að hámhorfa á? Secret Lives of Mormon Wives. Ómægaaat. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Jumpin’ Jumpin’ með Destiny’s Child. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03 „Mikilvægt að umkringja sig fólki sem veitir manni innblástur“ „Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt,“segir leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman. 4. október 2024 07:02 Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00 Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03
„Mikilvægt að umkringja sig fólki sem veitir manni innblástur“ „Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt,“segir leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman. 4. október 2024 07:02
Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“