Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 06:37 Eftirspurn eftir ódýrum íbúðum er mikil en dýrari íbúðirnar seljast hægar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október. Þar segir einnig að kaupsamningum hafi fækkað en fjöldi þeirra sé nálægt sögulegu meðaltali. „Yfir 20% íbúða sem eru ekki í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu seljast á yfirverði, og er það hlutfall áþekkt því sem var á seinni hluta áranna 2017 og 2020, þegar mikill eftirspurnarþrýstingur var á húsnæðismarkaði,“ segir í samantektinni. Þá segir að leigumarkaðurinn leiti aukins jafnvægis í kjölfar mikilla verðhækkana en vísitala leiguverðs hafi nú lækkað tvo mánuði í röð. Virkum leitendum á hvern leigusamning virðist hafa fækkað eitthvað. Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum fólks fer hækkandi en heimilin greiddu að jafnaði 5,7 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld í fyrra, sem er hæsta hlutfallið frá 2016. „Hækkandi vaxtabyrði kemur illa niður á einstaklingum með íbúðalán. Þó er mikill munur eftir fjölskyldustöðu en verst kemur hækkandi greiðslubyrði niður á barnafjölskyldum. Þó er veðsetningarhlutfall heimila í sögulegu lágmarki en miklar hækkanir á fasteignaverði síðustu ára hafa fært heimilum landsins aukið veðrými.“ Um byggingamarkaðinn segir meðal annars að aðeins fimm af fjórtán sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina hafi náð að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra; Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október. Þar segir einnig að kaupsamningum hafi fækkað en fjöldi þeirra sé nálægt sögulegu meðaltali. „Yfir 20% íbúða sem eru ekki í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu seljast á yfirverði, og er það hlutfall áþekkt því sem var á seinni hluta áranna 2017 og 2020, þegar mikill eftirspurnarþrýstingur var á húsnæðismarkaði,“ segir í samantektinni. Þá segir að leigumarkaðurinn leiti aukins jafnvægis í kjölfar mikilla verðhækkana en vísitala leiguverðs hafi nú lækkað tvo mánuði í röð. Virkum leitendum á hvern leigusamning virðist hafa fækkað eitthvað. Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum fólks fer hækkandi en heimilin greiddu að jafnaði 5,7 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld í fyrra, sem er hæsta hlutfallið frá 2016. „Hækkandi vaxtabyrði kemur illa niður á einstaklingum með íbúðalán. Þó er mikill munur eftir fjölskyldustöðu en verst kemur hækkandi greiðslubyrði niður á barnafjölskyldum. Þó er veðsetningarhlutfall heimila í sögulegu lágmarki en miklar hækkanir á fasteignaverði síðustu ára hafa fært heimilum landsins aukið veðrými.“ Um byggingamarkaðinn segir meðal annars að aðeins fimm af fjórtán sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina hafi náð að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra; Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira