Tvískiptur fasteignamarkaður og hækkandi vaxtabyrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 06:37 Eftirspurn eftir ódýrum íbúðum er mikil en dýrari íbúðirnar seljast hægar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er í dag tvískiptur; mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum, sem seljast hratt, en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir dýrari íbúðum. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur ekki verið jafnmikil síðan í hruninu árið 2008. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október. Þar segir einnig að kaupsamningum hafi fækkað en fjöldi þeirra sé nálægt sögulegu meðaltali. „Yfir 20% íbúða sem eru ekki í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu seljast á yfirverði, og er það hlutfall áþekkt því sem var á seinni hluta áranna 2017 og 2020, þegar mikill eftirspurnarþrýstingur var á húsnæðismarkaði,“ segir í samantektinni. Þá segir að leigumarkaðurinn leiti aukins jafnvægis í kjölfar mikilla verðhækkana en vísitala leiguverðs hafi nú lækkað tvo mánuði í röð. Virkum leitendum á hvern leigusamning virðist hafa fækkað eitthvað. Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum fólks fer hækkandi en heimilin greiddu að jafnaði 5,7 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld í fyrra, sem er hæsta hlutfallið frá 2016. „Hækkandi vaxtabyrði kemur illa niður á einstaklingum með íbúðalán. Þó er mikill munur eftir fjölskyldustöðu en verst kemur hækkandi greiðslubyrði niður á barnafjölskyldum. Þó er veðsetningarhlutfall heimila í sögulegu lágmarki en miklar hækkanir á fasteignaverði síðustu ára hafa fært heimilum landsins aukið veðrými.“ Um byggingamarkaðinn segir meðal annars að aðeins fimm af fjórtán sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina hafi náð að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra; Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október. Þar segir einnig að kaupsamningum hafi fækkað en fjöldi þeirra sé nálægt sögulegu meðaltali. „Yfir 20% íbúða sem eru ekki í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu seljast á yfirverði, og er það hlutfall áþekkt því sem var á seinni hluta áranna 2017 og 2020, þegar mikill eftirspurnarþrýstingur var á húsnæðismarkaði,“ segir í samantektinni. Þá segir að leigumarkaðurinn leiti aukins jafnvægis í kjölfar mikilla verðhækkana en vísitala leiguverðs hafi nú lækkað tvo mánuði í röð. Virkum leitendum á hvern leigusamning virðist hafa fækkað eitthvað. Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum fólks fer hækkandi en heimilin greiddu að jafnaði 5,7 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld í fyrra, sem er hæsta hlutfallið frá 2016. „Hækkandi vaxtabyrði kemur illa niður á einstaklingum með íbúðalán. Þó er mikill munur eftir fjölskyldustöðu en verst kemur hækkandi greiðslubyrði niður á barnafjölskyldum. Þó er veðsetningarhlutfall heimila í sögulegu lágmarki en miklar hækkanir á fasteignaverði síðustu ára hafa fært heimilum landsins aukið veðrými.“ Um byggingamarkaðinn segir meðal annars að aðeins fimm af fjórtán sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina hafi náð að byggja í takt við áætlaða þörf í fyrra; Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira