Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 13:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar sér um að fylgja þeim úr landi sem hafa fengið endanlega synjun um vernd. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Sjá meira
Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Sjá meira
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31