Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2024 12:06 Útibú Lyfjavals í Reykjanesbæ. Þar er bæði hægt að ganga inn, eða fá lyf afgreidd um bílalúgu. Vísir/Vilhelm Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir. Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir.
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46