Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson, Úrsúla María Guðjónsdóttir, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir og Magnús Sigfús Magnússon skrifa 13. október 2024 09:02 Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa. Samkvæmt tillögu núverandi meirihluta bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bæjarlistans – er til skoðunar að selja vatnsveituna til HS Veitna. Við teljum þetta mál kalla á athygli og þátttöku íbúa. Ákvörðun um einkavæðingu grunninnviða á borð við vatnsveitu á ekki aðeins við um rekstur heldur snýr hún beint að því hvernig við tryggjum jafnan og sanngjarnan aðgang að nauðsynlegum auðlindum. Með því að selja vatnsveituna til einkaaðila, eins og núverandi meirihluti leggur til, er verið að opna á möguleika þess að þjónusta muni fara frá almannaeign yfir í hendur einkafjárfesta, með ófyrirséðum afleiðingum. Þar sem þjónustugæði og verðlagning geta ráðist af arðsemiskröfum fjárfesta frekar en samfélagslegum hagsmunum. Við þekkjum dæmi þar sem slík sala hefur farið fram áður, til dæmis í Garði, þar sem vatnsveitan var seld einkaaðilum. Þar missti sveitarfélagið yfirráð yfir mikilvægum vatnsréttindum við Árnarétt, sem nú gegnir lykilhlutverki á Reykjanesi vegna jarðhræringa. Nú er rekstur vatnsveitunnar í höndum HS Veitna, fyrirtækis sem er að stórum hluta í eigu einkafjárfesta. Reynslan ætti því að vera okkur víti til varnar þar sem slík sala hefur ekki endilega leitt til aukinna hagsbóta fyrir íbúa. Upptaktur að einkavæðingu Á 56. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar lagði Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður ráðsins, fram starfsáætlun fyrir vatnsveituna. Þar kom í ljós að viðræður væru hafnar við HS Veitur um möguleg kaup á vatnsveitunni í Sandgerði, án þess að formleg umræða hefði átt sér stað innan stjórnsýslu Suðurnesjabæjar. Því er afar mikilvægt að íbúar Suðurnesjabæjar viti hvaða afleiðingar einkavæðing getur haft og hvaða áhrif hún hefur á rekstur og stjórnun vatnsveitunnar. Með því að vera vel upplýst og taka virkan þátt í umræðunni getum við tryggt að hagsmunir íbúa séu settir í forgang. Grunninnviðir í eigu almennings Grunninnviðir eins og vatnsveita eru lífsnauðsynlegir fyrir samfélagið. Opinber eign á slíkum innviðum tryggir aðgang allra óháð búsetu eða efnahag. Þegar auðlindir og grunninnviðir færast í hendur einkaaðila, er hætta á að þjónustan verði ekki lengur veitt á jafnræðisgrundvelli, þar sem hagsmunir fjárfesta geta orðið fyrirferðarmiklir. Gagnsæi og aðkoma íbúa Við eigum að standa vörð um vatnsveituna sem almannaeign og tryggja að hún haldist í opinberri eigu. Það er á ábyrgð okkar að tryggja að auðlindir okkar séu ekki seldar frá okkur án þess að við fáum tækifæri til að segja okkar skoðun. Aðkoma íbúa að svona stórum ákvörðunum er lykilatriði. Stöndum saman og tryggjum að grunnþjónusta, eins og vatnsveitan, verði áfram í höndum almennings. Það er mikilvægt að íbúar séu vel upplýstir um slík áform og fái tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri þegar kemur að sölu á sameiginlegum innviðum. Anton og Úrsúla María eru bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ. Sunneva Ósk er varabæjarfulltrúi Framsóknar og Magnús Sigfús er óháður bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Anton Guðmundsson Orkumál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa. Samkvæmt tillögu núverandi meirihluta bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bæjarlistans – er til skoðunar að selja vatnsveituna til HS Veitna. Við teljum þetta mál kalla á athygli og þátttöku íbúa. Ákvörðun um einkavæðingu grunninnviða á borð við vatnsveitu á ekki aðeins við um rekstur heldur snýr hún beint að því hvernig við tryggjum jafnan og sanngjarnan aðgang að nauðsynlegum auðlindum. Með því að selja vatnsveituna til einkaaðila, eins og núverandi meirihluti leggur til, er verið að opna á möguleika þess að þjónusta muni fara frá almannaeign yfir í hendur einkafjárfesta, með ófyrirséðum afleiðingum. Þar sem þjónustugæði og verðlagning geta ráðist af arðsemiskröfum fjárfesta frekar en samfélagslegum hagsmunum. Við þekkjum dæmi þar sem slík sala hefur farið fram áður, til dæmis í Garði, þar sem vatnsveitan var seld einkaaðilum. Þar missti sveitarfélagið yfirráð yfir mikilvægum vatnsréttindum við Árnarétt, sem nú gegnir lykilhlutverki á Reykjanesi vegna jarðhræringa. Nú er rekstur vatnsveitunnar í höndum HS Veitna, fyrirtækis sem er að stórum hluta í eigu einkafjárfesta. Reynslan ætti því að vera okkur víti til varnar þar sem slík sala hefur ekki endilega leitt til aukinna hagsbóta fyrir íbúa. Upptaktur að einkavæðingu Á 56. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar lagði Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður ráðsins, fram starfsáætlun fyrir vatnsveituna. Þar kom í ljós að viðræður væru hafnar við HS Veitur um möguleg kaup á vatnsveitunni í Sandgerði, án þess að formleg umræða hefði átt sér stað innan stjórnsýslu Suðurnesjabæjar. Því er afar mikilvægt að íbúar Suðurnesjabæjar viti hvaða afleiðingar einkavæðing getur haft og hvaða áhrif hún hefur á rekstur og stjórnun vatnsveitunnar. Með því að vera vel upplýst og taka virkan þátt í umræðunni getum við tryggt að hagsmunir íbúa séu settir í forgang. Grunninnviðir í eigu almennings Grunninnviðir eins og vatnsveita eru lífsnauðsynlegir fyrir samfélagið. Opinber eign á slíkum innviðum tryggir aðgang allra óháð búsetu eða efnahag. Þegar auðlindir og grunninnviðir færast í hendur einkaaðila, er hætta á að þjónustan verði ekki lengur veitt á jafnræðisgrundvelli, þar sem hagsmunir fjárfesta geta orðið fyrirferðarmiklir. Gagnsæi og aðkoma íbúa Við eigum að standa vörð um vatnsveituna sem almannaeign og tryggja að hún haldist í opinberri eigu. Það er á ábyrgð okkar að tryggja að auðlindir okkar séu ekki seldar frá okkur án þess að við fáum tækifæri til að segja okkar skoðun. Aðkoma íbúa að svona stórum ákvörðunum er lykilatriði. Stöndum saman og tryggjum að grunnþjónusta, eins og vatnsveitan, verði áfram í höndum almennings. Það er mikilvægt að íbúar séu vel upplýstir um slík áform og fái tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri þegar kemur að sölu á sameiginlegum innviðum. Anton og Úrsúla María eru bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ. Sunneva Ósk er varabæjarfulltrúi Framsóknar og Magnús Sigfús er óháður bæjarfulltrúi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar