Segir aðför Eflingar með ólíkindum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2024 12:22 Frá mótmælum Eflingar í september. Elvar harðneitar fyrir að vera launaþjófur. Vísir/Vilhelm Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20