Segir aðför Eflingar með ólíkindum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2024 12:22 Frá mótmælum Eflingar í september. Elvar harðneitar fyrir að vera launaþjófur. Vísir/Vilhelm Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20