„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira