Filly er 29 ára og heitir réttu nafni Andrés Felipe Valencia Barrientos. Hann er fæddur í Kólumbíu en flutti til Suður-London þegar hann var ungur drengur. Hann var á ferðalagi um Ástralíu og var handtekinn í Brisbane og fluttur til Perth þar sem konan segir árásina hafa átt sér stað. Fjallað er um málið á vef Guardian.
Hann er sakaður um að hafa ráðist á konuna í hótelherbergi eftir að hafa komið fram á næturklúbbi í borginni þann 27. Septemberd. Hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun, líkamsárás og fyrir að hafa „komið í veg fyrir venjulega öndun eða blóðflæði“ með því að þrýsta á háls konunnar, sem sagt kyrkja hana.
Málið var tekið fyrir í dómstóli í Perth í dag. Þar sýndi saksóknari myndir af áverkum konunnar. Barrientos var viðstaddur en sagði ekkert nema til að staðfesta nafn sitt og ákærurnar gegn honum.
Lögregla sagði hann í hættu á að flýja land eða eiga við sönnunargögn en honum var sleppt gegn tryggingu, þeim skilyrðum að hann haldi sinn innan Vestur-Ástralíu, birti engar upplýsingar um málið á samfélagsmiðlum og hafi ekki samband við konuna.
Barrientos, eða Yung Filly, hóf feril sinn á YouTube og var með vinsælan þátt. Í kjölfarið fékk BBC hann til að stýra stefnumótaþættinum Hot Property í 2019 og Don‘t Scream árið 2020. Hann er afar vinsæll á Tiktok og YouTube og er með hlaðvarpið The Chunkz and Filly Show með Chunkz.