Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2024 10:28 Friðrik X Danakonungur og Mary drottning eiginkona hans tóku á móti forsetahjónunum Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni í gær. Þau héldu til Amalíuborgarhallar með hestvagni en þar heilsaði Margrét Þórhildur Danadrottning stuttlega upp á þau. Getty/Martin Sylvest Andersen Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra. Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra.
Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“