Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2024 10:28 Friðrik X Danakonungur og Mary drottning eiginkona hans tóku á móti forsetahjónunum Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni í gær. Þau héldu til Amalíuborgarhallar með hestvagni en þar heilsaði Margrét Þórhildur Danadrottning stuttlega upp á þau. Getty/Martin Sylvest Andersen Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra. Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra.
Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira