Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar 8. október 2024 13:32 Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Borgarstjórn Reykjavík Píratar Stafræn þróun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun