Johnson átti erfitt uppdráttar í tapi Tottenham gegn erkifjendum sínum í Arsenal um miðjan septembermánuð. Í kjölfarið fékk Brennan það óþvegið á samfélagsmiðlum þar sem fólk lætur oft allskonar hluti flakka sem myndu seint vera sagðir í raunheimum.
Johnson brást við með því að loka Instagram-aðgangi sínum og hefur hreinlega ekki hætt að skora síðan þá. Hann hefur skorað í sex leikjum í röð:
- Eitt í 3-1 sigri á Brentford
- Eitt í 3-0 sigri á Manchester United
- Eitt í 2-3 tapi gegn Brighton & Hove Albion
- Eitt í 2-1 sigri á Coventry City (deildarbikar)
- Eitt í 3-0 sigri á Qarabag (Evrópudeild)
- Eitt í 2-1 sigri á Ferencváros (Evrópudeild)
Johnson er frá Wales og er partur af landsliðshópnum sem kemur hingað til lands og etur kappi við Ísland í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Stóra spurningin er hvort hann skori sjöunda leikinn í röð eða hvort strákarnir okkar bindi enda á þessa miklu markahrinu.
Leikur Íslands og Wales fer fram föstudaginn næstkomandi, 18. október. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.15.