Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 14:23 Ragnheiður segir að hópurinn hafi verið að fara yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“ Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira