Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 14:23 Ragnheiður segir að hópurinn hafi verið að fara yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“ Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira