Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 13:34 Hólmfríður starfaði á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í sumar. Rauði krossinn Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira