Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 18:52 HK - Fylkir Besta Deild karla Sumar 2024 vísir/Diego HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í spennutrylli. Allt benti til þess að Fylkir myndi klára þetta en Brynjar Snær Pálsson jafnaði í uppbótartíma og Fylkir er fallið. Leikurinn fór rólega af stað og spilamennska liðanna bar þess merki hversu mikið var undir í Kórnum. HK-ingar dældu fyrirgjöfum inn í teig þar sem hætta skapaðist í kringum Atla Þór Jónasson. Það var síðan á 45 mínútu sem Birkir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Birnir Breki Burknason átti sendingu inn í teig og boltinn fór af Birki sem var í baráttunni við Atla Þór og lak inn. Staðan í hálfleik var 1-0 Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur með látum. Þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Þóroddur Víkingsson metin með kollspyrnu eftir sendingu frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Martröð HK-inga hélt áfram þegar Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylki yfir tólf mínútum síðar. Christoffer Petersen, markmaður HK, varði skot frá Arnóri Breka en boltinn datt beint fyrir Benedikt Daríus sem skoraði auðvelt mark. Allt benti til þess að Fylkir myndi halda þetta út en djúpt inn í uppbótartíma jafnaði Brynjar Snær Pálsson metin. George Nunn tók hornspyrnu og boltinn datt fyrir Brynjar sem potaði boltanum í markið. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var brjálaður yfir því að Pétur Guðmundsson væri ekki búinn að flauta leikinn af og fékk beint rautt spjald. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Fylkir er fallið úr efstu deild. Atvik leiksins Jöfnunarmark Brynjars Snæs Pálssonar á 97. mínútu eftir að upp gefinn uppbótartími var sex mínútur. Þetta mark þýddi að Fylkir er endanlega fallið. Stjörnur og skúrkar Benedikt Daríus Garðarsson, leikmaður Fylkis, var öflugur og reyndist HK-ingum erfiður. Benedikt skoraði síðan annað mark Fylkis í seinni hálfleik. Brynjar Snær Pálsson, leikmaður HK, bjargaði stigi fyrir heimamenn með jöfnunarmarki á 97. mínútu. Þó stig hafi talist vond úrslit fyrir HK fyrir leik var afar nauðsynlegt fyrir liðið að fá eitthvað úr því sem komið var. Fylkismenn eru skúrkar fyrir það að hafa ekki náð að halda þetta út og klára þennan leik með sigri. Það var sérstakt að enginn leikmaður Fylkis hafi fengið gult spjald fyrir töf í uppbótartíma. Fylkismenn hefðu átt að beita öllum brögðum til þess að landa stigunum þremur. Dómarinn 3 Pétur Guðmundsson dæmdi leikinn. Gestirnir voru stálheppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu þegar Ásgeir Eyþórsson fékk augljóslega boltann í höndina en dómarateymið sá ekki ástæðu til þess að dæma vítaspyrnu. Fylkismenn voru brjálaðir yfir því að Pétur hafi ekki verið búinn að flauta leikinn af en jöfnunarmarkið kom þegar mínúta var komin yfir upp gefinn uppbótartíma. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í Kórinn í dag og áhorfendur létu vel í sér heyra. Mikilvægi leiksins var gríðarlegt og maður fann fyrir því að það var stress í stuðningsmönnum beggja liða. „Helvíti hart að vera ekki búinn að fá eitt víti í 25 leikjum“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik og ósáttur með að hafa ekki fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Þetta var svekkjandi. Við vorum yfir í hálfleik og svo jöfnuðu þeir þegar tæplega ein mínúta var liðin af síðari hálfleik sem við eigum ekki að bjóða upp á,“ sagði Ómar svekktur eftir jafntefli gegn Fylki. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Ásgeiri Eyþórssyni. HK hefur ekki fengið eina einustu vítaspyrnu á tímabilinu og Ómar var afar ósáttur yfir þeirri staðreynd. „Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem við áttum að fá víti og við höfum ekki ennþá fengið víti. Ég skil ekki hvernig Pétur sá þetta ekki og það er óþolandi að það sé hægt að fá boltann í höndina inn í vítateig og enginn í dómarateyminu tekur eftir því.“ „Það var varið með hendinni gegn KA, Tumi var tekinn niður einn í gegn gegn Vestra í Laugardalnum og Atli Þór á móti Stjörnunni og svo höndin í þessum leik. Þetta eru vítaspyrnur sem allir virðast sjá og þetta er svo augljóst og með öllu réttu ættum við að vera búnir að fá fjögur víti sem svíður af því að okkur vantar stig. Mér finnst það helvíti hart að vera ekki búinn að fá eitt víti í 25 leikjum.“ Jöfnunarmark HK kom djúpt inn í uppbótartíma en að mati Ómars var það rétt að bæta meira við uppbótartímann. „Boltinn var í leik í svona tvær mínútur af þessum sex og ég hefði verið hundfúll ef hann hefði flautað af á 96. mínútu.“ Uppskera HK gegn Vestra og Fylki eru tvö stig í sex leikjum en Ómar hefur fulla trú á því að HK geti haldið sér uppi. „Ég ætla að trúa því við verðum að gera það sem við getum og á meðan við eigum möguleika á því að halda okkur uppi hef ég fulla trú á því og hef haft það allt tímabilið. Við þurfum að klára þessa leiki með sigrum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Fylkir
HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í spennutrylli. Allt benti til þess að Fylkir myndi klára þetta en Brynjar Snær Pálsson jafnaði í uppbótartíma og Fylkir er fallið. Leikurinn fór rólega af stað og spilamennska liðanna bar þess merki hversu mikið var undir í Kórnum. HK-ingar dældu fyrirgjöfum inn í teig þar sem hætta skapaðist í kringum Atla Þór Jónasson. Það var síðan á 45 mínútu sem Birkir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Birnir Breki Burknason átti sendingu inn í teig og boltinn fór af Birki sem var í baráttunni við Atla Þór og lak inn. Staðan í hálfleik var 1-0 Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur með látum. Þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Þóroddur Víkingsson metin með kollspyrnu eftir sendingu frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Martröð HK-inga hélt áfram þegar Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylki yfir tólf mínútum síðar. Christoffer Petersen, markmaður HK, varði skot frá Arnóri Breka en boltinn datt beint fyrir Benedikt Daríus sem skoraði auðvelt mark. Allt benti til þess að Fylkir myndi halda þetta út en djúpt inn í uppbótartíma jafnaði Brynjar Snær Pálsson metin. George Nunn tók hornspyrnu og boltinn datt fyrir Brynjar sem potaði boltanum í markið. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var brjálaður yfir því að Pétur Guðmundsson væri ekki búinn að flauta leikinn af og fékk beint rautt spjald. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Fylkir er fallið úr efstu deild. Atvik leiksins Jöfnunarmark Brynjars Snæs Pálssonar á 97. mínútu eftir að upp gefinn uppbótartími var sex mínútur. Þetta mark þýddi að Fylkir er endanlega fallið. Stjörnur og skúrkar Benedikt Daríus Garðarsson, leikmaður Fylkis, var öflugur og reyndist HK-ingum erfiður. Benedikt skoraði síðan annað mark Fylkis í seinni hálfleik. Brynjar Snær Pálsson, leikmaður HK, bjargaði stigi fyrir heimamenn með jöfnunarmarki á 97. mínútu. Þó stig hafi talist vond úrslit fyrir HK fyrir leik var afar nauðsynlegt fyrir liðið að fá eitthvað úr því sem komið var. Fylkismenn eru skúrkar fyrir það að hafa ekki náð að halda þetta út og klára þennan leik með sigri. Það var sérstakt að enginn leikmaður Fylkis hafi fengið gult spjald fyrir töf í uppbótartíma. Fylkismenn hefðu átt að beita öllum brögðum til þess að landa stigunum þremur. Dómarinn 3 Pétur Guðmundsson dæmdi leikinn. Gestirnir voru stálheppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu þegar Ásgeir Eyþórsson fékk augljóslega boltann í höndina en dómarateymið sá ekki ástæðu til þess að dæma vítaspyrnu. Fylkismenn voru brjálaðir yfir því að Pétur hafi ekki verið búinn að flauta leikinn af en jöfnunarmarkið kom þegar mínúta var komin yfir upp gefinn uppbótartíma. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í Kórinn í dag og áhorfendur létu vel í sér heyra. Mikilvægi leiksins var gríðarlegt og maður fann fyrir því að það var stress í stuðningsmönnum beggja liða. „Helvíti hart að vera ekki búinn að fá eitt víti í 25 leikjum“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik og ósáttur með að hafa ekki fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Þetta var svekkjandi. Við vorum yfir í hálfleik og svo jöfnuðu þeir þegar tæplega ein mínúta var liðin af síðari hálfleik sem við eigum ekki að bjóða upp á,“ sagði Ómar svekktur eftir jafntefli gegn Fylki. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á Ásgeiri Eyþórssyni. HK hefur ekki fengið eina einustu vítaspyrnu á tímabilinu og Ómar var afar ósáttur yfir þeirri staðreynd. „Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem við áttum að fá víti og við höfum ekki ennþá fengið víti. Ég skil ekki hvernig Pétur sá þetta ekki og það er óþolandi að það sé hægt að fá boltann í höndina inn í vítateig og enginn í dómarateyminu tekur eftir því.“ „Það var varið með hendinni gegn KA, Tumi var tekinn niður einn í gegn gegn Vestra í Laugardalnum og Atli Þór á móti Stjörnunni og svo höndin í þessum leik. Þetta eru vítaspyrnur sem allir virðast sjá og þetta er svo augljóst og með öllu réttu ættum við að vera búnir að fá fjögur víti sem svíður af því að okkur vantar stig. Mér finnst það helvíti hart að vera ekki búinn að fá eitt víti í 25 leikjum.“ Jöfnunarmark HK kom djúpt inn í uppbótartíma en að mati Ómars var það rétt að bæta meira við uppbótartímann. „Boltinn var í leik í svona tvær mínútur af þessum sex og ég hefði verið hundfúll ef hann hefði flautað af á 96. mínútu.“ Uppskera HK gegn Vestra og Fylki eru tvö stig í sex leikjum en Ómar hefur fulla trú á því að HK geti haldið sér uppi. „Ég ætla að trúa því við verðum að gera það sem við getum og á meðan við eigum möguleika á því að halda okkur uppi hef ég fulla trú á því og hef haft það allt tímabilið. Við þurfum að klára þessa leiki með sigrum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti